Sunday, May 23, 2010

Nú fékk ég móral yfir því hvað ég hef verið löt til bloggsins undanfarið. Bloggmórall heitir það.
Nema hvað... sólin, ó sólin, hún skín eins og enginn sé morgundagurinn og fallegt það er. Tómataplantan vex og dafnar en engir eru þó tómatarnir. Svo fengum við póstkort í gær. Eins og áður sagði einhverstaðar í öðru bloggi á öðrum tíma í öðrum heimi eru póstkort stuð.

Mamma mín situr og spilar á falska píanóið mitt, sonurinn og makinn borða eggjabrauð með sírópi í eldhúsinu, dóttirin undirbýr sig fyrir hjólreiðatúr, kötturinn er úti að leika sér í pólverjagarðinum með háa grasinu og ég, hún litla sumarklædda ég, sit með tölvu í fangi og opnaði hana nú reyndar ekki til að skrifa heldur bara til að tékka opnunartíma sundlauga því að í dag er hvítasunna. Hvítsólardagur. Ekki veit ég hvað átti að hafa gerst á honum... hú kers.
Ég er þunnur gaur. Gaur! Við makinn fórum nebbla í gær í leiðangur að kanna skemmtistaðamarkaðinn. Fullt af stöðum, það vantar ekki. Helmingurinn af þeim tómur og hinn helmingurinn fullur af fólki með mjööööög skrýtinn smekk á skemmtistöðum. Hvaða uppa-þjóð heldur þetta að hún sé eiginlega? Af hverju eru svona margir svona eins? Ég get stundum alveg látist.
En núna er ég semsagt þunn og hef ekki hugmyndaflug í meira en að reyna að þrauka hjólreiðatúr í góða veðrinu, brosa framaní börnin og blómin og éta læri heima hjá mor og far í kveld.
Kveld.
Maja

1 comment:

  1. Ahhh, hljómar vel. Ég væri ekkert smá til í að sitja með ykkur og borða læri.

    ReplyDelete