Sunday, April 25, 2010

Ef væri ég söngvari syngi ég ljóð...

Ég væri stundum alveg til í að prófa að vera svolítið klikk. Svona eins og sumir sem fá paranojuköst og svona...hint hint... Eitthvað skiptust þó klikkkastagenin ójafnt á milli okkar systranna því mér er lífsins ómögulegt að verða ofsóknarbrjáluð. Sama hvað ég reyni.
Mig grunar þó að það sé jafn klikkað að vera haldin krónískri og stóískri ró. Það er erfitt að verða aldrei stressaður öðruvísi en í öxlunum.
Ég hef reyndar aldrei lent í því að þurfa að hlusta á sjálfa mig syngja á almannafæri, nema jú reyndar þegar ég söng á sviði á sautjánda júní lög úr kabarett Hólabrekkuskóla ásamt hljóðfæraleikurum úr Árbæjarskóla. Það lag var þó aldrei spilað aftur. Sem betur fer. Ég er ennþá fegin að hafa sloppið við að taka atriðið á sundbolnum eins og það var upphaflega.
Þegar ég lít til baka sé ég hvað það var ógeðslega klikkað. Að vera fimmtán ára standandi uppi á borði í andlitslituðum sundbol að syngja illa saminn texta við leiðinlegt lag. Hver leikstýrði þessum ósköpum eiginlega?! Æi jú...alveg rétt... Sumir ,,leikstjórar" eru greinilega meira ehemm en aðrir.
Mér tekst samt ómögulega að fá sár á sálina eftir þetta. Það koma nokkrir möguleikar til greina. 1. Ég er ekki með sál. 2. Sálin mín er hjúpuð sprengiheldu títaníum plexígleri. 3. Ég er haldin heppilega selektívu minnistapi á háu stigi. 4. Ég er siðblindur tilfinningalaus geðsjúklingur. 5. Wurrewur...
Stundum væri ég samt til í að fara á andstæðuna við reiðistjórnunarnámskeið. Svona til að læra að verða reið og svolítið paranojd í leiðinni. Það hljómar einhvernvegin miklu skemmtilegra.
Blés
Maja

5 comments:

  1. Ok, já ég var sem sagt að reyna að kommenta í gær því mér fannst númer eitt svo fyndið.

    1. Ég er ekki með sál.

    Mjög líkleg tilgáta..hahahaha not.

    ReplyDelete
  2. Ég vona að geisladiskurinn með ,, sumum" komi að gagni.

    ReplyDelete
  3. .. og ég gleymdi að segja, það er ekkert gaman að vera paranoid. Það er andlega lýjandi eða líjandi eða lýandi eða líandi.

    ReplyDelete
  4. Takk fyrir diskinn og kvöldið sem við eyddum með franska yndisfagra elskhuganum. Ég væri alveg til í að bítta eða býtta og fá smá paranoju, gæti kannski reddað þér dash af ró í staðin...hehe... það er lýjandi eða líandi eða eitthvað að vera alltaf rólegi gaurinn líka.
    Og tja...ég er ekkert viss um að ég sé með sál, þetta er allt blekking.

    ReplyDelete