Sunday, August 29, 2010

Berja mó.

Ókey krakkar, núna ætla ég að hætta að lesa annarra manna matarblogg og andskotast til að elda eða blogga sjálf.

Eftir farandi er frásögn af heiðarlegri tilraun til þess að gera eitthvað annað en að lesa annarra manna blogg.

Sunnudeginum eyddi ég í félagsskap systur minnar, móður og systurdóttur. Við fórum út fyrir bæinn í langþráðan berjamó. Síðast þegar ég reyndi að fara í berjamó endaði ég í Kringlubíó sælla minninga, allt um það á gamla blogginu mínu. Eins og athugulir vegfarendur taka eftir, er ekkert skylt með Berjamó og Kringlubíó nema það að þau ríma.

Í dag helltist berjamanían yfir mig og þrátt fyrir að vera niðurrignd og í hlandspreng, gat ég bara alls ekki hætt að tína. Blaut með buxurnar á hælunum skreið ég aftur í bílinn.

Mánudagskvöldið fór svo í að búa til sultu. Mun auðveldara en ég hélt. Sérstaklega með Dansukker sykrinum sem er með pektíni í. Þá er þetta bara grín.

No comments:

Post a Comment